Back to All Events

Moses Hightower

Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumar í Havarí verða haldnir laugardagskvöldið 2. september næstkomandi

Þá mun stíga á svið framvarðasveit sálskotinnar popptónlistar og meistarar íslenskrar textagerðar: MOSES HIGHTOWER

Havaríbændur eru mikið búnir að suða í Moses drengjum en það er ekki hlaupið að því að koma þessum öðlingum saman á svið, og hvað þá að draga þá alla leið austur á firði í hlöðu úti í rassgati.

Látum ekki þessa snillinga framhjá okkur fara. Þeir eiga hnausþykkan bunka af sturluðum slögurum og nýja platan þeirra, Fjallaloft, er algert meistarastykki!!

Sjáumst í Havarí laugardagskvöldið 2. september klukkan 21.00.

Forsala á tix.is

 

Sumar í Havarí er í samvinnu við Rás 2, Bílaleiga Akureyrar / Europcar og Bríó

-------------

Moses Hightower will perform in Havarí in Karlsstaðir on Saturday Sept 2nd. You don't wan't to miss this opportunity to see one of Iceland's greatest band play in the coolest venue of Berufjörður!!!

Earlier Event: August 26
Bubbi í Havarí
Later Event: June 1
Emmsjé Gauti