Aug
3
to Aug 5

Hæglætishátíð um verslunarmannahelgina

Hér er dagskrá Hæglætishátíðar í Havarí 2018

FÖSTUDAGUR:
Gestir koma sér í hæglætisgírinn. 
Létt tónlistaratriði um kveldið.

LAUGARDAGUR:
Eftirmiðdagur: Léttir leikir úti á túni.
Kvöld: Píanóbar Benna Hemm Hemm og Prins Póló.
Síðkvöld: Dj. Lóa Sló. Varðeldur.

SUNNUDAGUR:
Hádegi: Thai chi á túninu með Önnu Stínu. 
Eftirmiðdagur: Ratleikur með fjársjóði.
Kvöld: Kvöldvaka með FM Belslow. 
Síðkvöld: Óvænt atriði.

Gestir geta tjaldað á túninu á Karlsstöðum (1500 kr á mann) en jafnframt bendum við á fjölda annarra ferðaþjónustuaðila á svæðinu. 

Enginn aðgangseyrir er á viðburði Hæglætishátíðar

Sendið okkur skilaboð á FB ef þið eruð með einhverjar spurningar ;-)
https://www.facebook.com/hahavari/

View Event →
Jul
22
9:00 PM21:00

Ásgeir í Havarí

Ásgeir heldur í fyrsta skipti í tónleikaferðalag um Ísland þar sem hann kemur fram á alls 14 tónleikum dagana 17. júlí til 1. ágúst. 

Ásgeir verður í Havarí sunnudaginn 22. júlí 

Á tónleikunum frumflytur hann m.a. glænýtt efni sem mun prýða hans þriðju plötu sem væntanleg er í upphafi næsta árs. Um lágstemmda og hlýlega tónleika er að ræða þar sem rödd Ásgeirs fær að njóta sín en Ásgeir kemur fram ásamt Júlíusi Róbertssyni félaga sínum. 

Ásgeir gaf út sína aðra plötu, Afterglow, í maí á síðasta ári og hélt í kjölfarið í stíft tónleikaferðalag um Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Því tónleikaferðalagi lauk um páskana í Ástralíu. Nú er hann mættur aftur í hljóðver til að taka upp sína þriðju plötu fullur af orku. Þá kviknaði löngun til þess að ferðast um Ísland að sumri til með gítarinn einan að vopni til að prufukeyra hið nýja efni í bland við eldri lög. Einfalt skyldi það vera, rétt eins og við upphaf ferils Ásgeirs árið 2012 þegar hann og Júlíus vinur hans léku á fjölmörgum tónleikum við hin ýmsu tækifæri. Það fer nefnilega allt í hringi og stundum er gott að leita aftur í ræturnar, í upphafið, áður en næsti hringur hefst, samanber Hringsól.

Eldhúsið í Havarí er opið til 20.30. Hægt er að panta gistingu með því að senda línu á havari@havari.is. Það er líka í boði að tjalda. 

Hér er hægt að kaupa miða: https://midi.is/tonleikar/1/10497/Asgeir-Hringsol

Sjáumst í leikandi ljúfri steminginu í diskó hlöðunni góðu.

View Event →
Sep
2
9:00 PM21:00

Moses Hightower

Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Sumar í Havarí verða haldnir laugardagskvöldið 2. september næstkomandi

Þá mun stíga á svið framvarðasveit sálskotinnar popptónlistar og meistarar íslenskrar textagerðar: MOSES HIGHTOWER

Havaríbændur eru mikið búnir að suða í Moses drengjum en það er ekki hlaupið að því að koma þessum öðlingum saman á svið, og hvað þá að draga þá alla leið austur á firði í hlöðu úti í rassgati.

Látum ekki þessa snillinga framhjá okkur fara. Þeir eiga hnausþykkan bunka af sturluðum slögurum og nýja platan þeirra, Fjallaloft, er algert meistarastykki!!

Sjáumst í Havarí laugardagskvöldið 2. september klukkan 21.00.

Forsala á tix.is

 

Sumar í Havarí er í samvinnu við Rás 2, Bílaleiga Akureyrar / Europcar og Bríó

-------------

Moses Hightower will perform in Havarí in Karlsstaðir on Saturday Sept 2nd. You don't wan't to miss this opportunity to see one of Iceland's greatest band play in the coolest venue of Berufjörður!!!

View Event →
Jul
18
to Jul 19

Úlfur úlfur

Rappmonsterin í Úlfur Úlfur ætla að heimsækja Havarí þriðjudaginn 18. júlí og gera allt vitlaust!!! Kolrangt og klikkað!!! Leikar hefjast uppúr klukkan 21.00. Skyldumæting!!

View Event →