IMG_3403.JPG

Það var árið 2012 sem Svavar var staddur í stórmarkaði í Reykjavík og velti fyrir sér af hverju væri ekkert snakk framleitt úr íslenskum kartöflum. Sú hugsun entist þó ekki lengur en svo að fljótlega var hann kominn á kaf í að þróa Bulsur, grænmetispulsur, sem hann og Berglind settu svo á markað sumarið 2013. Eftir það fór hann aftur að viðra hugmyndina að íslenskum kartöfluflögum en viðtökurnar við hugmyndinni voru á þá leið að íslensk kartöfluyrki hentuðu illa til snakkgerðar. Það varð því ofan á að Svavar og Berglind fóru að gera snakk úr íslenskum gulrófum. Sú vinna gekk þokkalega um nokkurt skeið en alltaf kraumaði kartaflan bak við eyrað og svo varð úr að rétt fyrir jólin 2016 gerði Svavar atlögu að snakkgerð úr gullauga með ágætum  árangri. Síðan þá hafa hjónin lagt út í lífrænt vottaða ræktun á gullauga og steikja nú snakk af miklum móð. Hafðu samband ef þú vilt brakandi Sveitasnakk með íslensku sjávarsalti!