Sveitasnakk ævintýrið tekur sífellt á sig nýja mynd. Við byrjuðum að snakka gulrófur, færðum okkur svo yfir í grænkálsflögur og að lokum kartöfluflögur! Kartföflurnar eiga hug okkar allan þessa dagana og í Kálverinu á Karlsstöðum steikjum við gullauga eins og enginn sé morgundagurinn! Framleiðslan er hæg og við náum engan vegin að anna eftirspurn en ef þig langar í brakandi stökkt gullauga þá skaltu ekki hika við að senda okkur línu á havari@havari.is

 

 

 

 

 

HAVARÍ - Karlsstaðir - 765 Djúpivogur - ICELAND - havari(at)havari.is - facebook/hahavari