DAGSKRÁ HÆGLÆTISHÁTÍÐAR UM VERSLUNARMANNAHELGINA 2017

Fimmtudagur 3. ágúst
kl 21.00: Tónleikar með Ösp Eldjárn. Miðaverð 2.000

Föstudagur 4. ágúst
20.00: Störukeppni og þagnarbindindi
21.00: Píanóbar Benna Hemm Hemm og Prins Póló
22.00: Létt dægurtónlist leikin af hljómplötum

Laugardagur: 5. ágúst
11.00: Jógaganga niðrá strönd. Solveig Friðriksdóttir leiðir gönguna. Þátttökugjald 1000 kr.
12.00: Hádegismatur: 2.500 fyrir fullorðna. 1.000 kr fyrir börn.
14.00: Krakkajóga.
15.00: Rófukast. Veglegir vinningar.
19.00: Kvöldmatur: 2.500 kr fyrir fullorðna. 1.000 kr fyrir börn
20.00: Kvöldvaka.
22.00: Varðeldur.
23.00: Barinn opinn.

Sunnudagur 6. ágúst
12.00 - 00.00: Hæglætihátíð Jónasar Sig, Prins Póló, Borko og Benna Hemm Hemm.
Haldnir verða 12 klst tónleikar tileinkaðir hafinu. Miðaverð 3000 kr eftir klukkan 20.00
19.00 - 20.00: Veggiebürgergrill
 

Eldhúsið er opið alla dagana frá 9-21

Gistipantanir í síma 6635520. Sjá nánár: http://www.havari.is/havar-hostel/

Fólki er frjálst að tjalda án endurgjalds á túninu okkar en við bjóðum ekki upp á neina aðra aðstöðu utan opnunartíma veitingastaðarins. Við bendum því tjaldbúum á tjaldstæðið hjá nágrönnum okkar á Berunesi.

Ekki vera bara heima um verslunarmannahelgina. Slakaðu þér austur!

 

Kæru vinir! Þá er komið að því. KK heimsækir HAVARÍ föstudagskvöldið 16. júní. KK þarf ekki að kynna fyrir nokkrum manni eða konu. Hann er okkar ástsælasti blús og þjóðlagalistamaður og órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni bæði í gegnum tónlist sína og dagskrárgerð. Við dýrkum öll KK og gleðjumst ógurlega yfir komu hans austur. KK er einstakur sögumaður og áhorfendur eiga magnaða kvöldstund í vændum.

Tónleikarnir byrja uppúr kl 21.00. Eldhúsið lokar klukkan 20.30