Kæru vinir! Þá er komið að því. KK heimsækir HAVARÍ föstudagskvöldið 16. júní. KK þarf ekki að kynna fyrir nokkrum manni eða konu. Hann er okkar ástsælasti blús og þjóðlagalistamaður og órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni bæði í gegnum tónlist sína og dagskrárgerð. Við dýrkum öll KK og gleðjumst ógurlega yfir komu hans austur. KK er einstakur sögumaður og áhorfendur eiga magnaða kvöldstund í vændum.

Tónleikarnir byrja uppúr kl 21.00. Eldhúsið lokar klukkan 20.30

Andri Snær Magnason rithöfundur og forsetaframbjóðandi heimsótti Havarí í dag en hann var á ferð um Austfirði ásamt fríðu föruneyti. Það var gríðarlega gaman að fá þau í heimsókn og sýna þeim kálverið.

Andri Snær Magnason is one of Iceland's canditades for president. He is the author of the Dreamland and other fine books. It was a true plesure to have them around and show them our chips factory.